Aðalfundur HEÞ

Aðalfundur HEÞ verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum fimmtudaginn 27. apríl n.k. kl. 20.

Á dagskrá eru lagabreytingar auk venjulegra aðalfundarstarfa.

Á fundinum verða jafnframt veitt verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahross félagsmanna og hrossaræktarbúi HEÞ 2016 verður veitt viðurkenning. Þau bú sem hljóta tilnefningu eru:

Ármann Gunnarsson
Garðshorn
Litli-Garður
Sindri og Sverrir
Allir félagar hafa seturétt, málfrelsi og tillögurétt á aðalfundi og eru þeir hvattir til að mæta.

Stjórnin